Skilmálar

 

                                                                                                                                                                                                          Kristy.is er netverslun með fjölbreytt úrval af skartgripum, dömu og herra úrum, dömufatnaði og  skóm.  Það er einfalt að versla hjá okkur, þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist.  Í kjölfarið færð þú kvittun fyrir vörukaupunum og þar með er  kominn á samningur á milli þín og Kristy.is netverslun.  Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða að fullu endurgreidd.

Seljandi er Kristý ehf, kt:710812-0390, til húsa að Borgarbraut 58-60, 310 Borgarnesi.  Fyrirtækið selur sínar vörur í gegn um netsölu og smásölu. Verslunin er staðsett í Hyrnutorgi, 310 Borgarnesi.


Verð

Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK).  Vinsamlegast athugið að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara.


Greiðslumöguleikar

Boðið er upp á að greiða með bankamillifærslu, en þá hefur greiðandi 12 klukkustundir til að ganga frá greiðslu í gegn um bankann frá því að pöntun er gerð.  Sé greiðsla ekki móttekin innan þess tíma mun pöntunin eyðast.

Einnig er hægt að greiða með greiðslukortum frá Visa, Eurocard / Mastercard.  Seljandi notar örugga greiðslugátt frá DalPay.


Afhending og sendingarkostnaður

Við sendum um allt land.  Pakkar eru sendir með Íslandspósti heim að dyrum eða á það pósthús sem er næst kaupanda. Sendingarkostnaður er greiddur af kaupanda við móttöku vöru.  Það tekur í flestum tilvikum 2-4 daga að fá vöruna í hendur eftir að pöntun er gerð en pantanir eru ekki sendar út á laugardögum og sunnudögum.


Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því skildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með.  Varan er endurgreidd að fullu ef henni er skilað innan 14 daga og ofangreind skilyrði eru uppfyllt.  Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.  Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.


Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði am allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.  Upplýsingar verða ekki  undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.


Kristý ehf

Ken: 710812-0390

Borgarbraut 58-60

310 Borgarnes

Sími: 4372001

E-mail: kristy@simnet.is

Vsk: 111886



Vörukarfa

Fjöldi 0
Samtals verð 0 ISK

Skoða körfu